Einn inn. N-AV
Norður | |
♠Á10 | |
♥Á103 | |
♦873 | |
♣Á7432 |
Vestur | Austur |
♠KD4 | ♠85 |
♥KG92 | ♥D87654 |
♦ÁKG42 | ♦1096 |
♣6 | ♣85 |
Suður | |
♠G97632 | |
♥– | |
♦D5 | |
♣KDG109 |
Undarlegt með þá félaga, Helness og Helgemo: þeir eru sem einn hugur í vörn og leka aldrei slag, en samhugurinn í sögnum er ekki nærri eins ábyggilegur.
Dæmi frá HM: Hollendingurinn Ricco van Prooijen vakti í norður á Precision-tígli og makker hans, Louk Verhees, svaraði á 1♠. Helness sá enga leið inn í sagnir og passaði.
Norður sagði 1G (11-13) og suður 2♣ – gervisögn, sem biður um 2♦. Helness passaði aftur og van Prooijen gerði eins og um var beðið, sagði 2♦. Verhees breytti í 2♠ og hafði þá gefið milda áskorun í geim.
Hér brast Helness þolinmæðin og doblaði – taldi að makker myndi lesa doblið sem „allra handa spil“ og taka út með hjartalit. En Helgemo reiknaði með hreinu sektardobli og sat sem fastast.
Tveir yfirslagir og 670 út. En einn impi inn, því á hinu borðinu fékk suður 690 fyrir yfirslag í 4♠ dobluðum.