Fimmtíuþúsundasta sýningargesti Mary Poppins , Unni Hallgrímsdóttur, var fagnað á Stóra sviði Borgarleikhússins í lok sýningar sl. fimmtudag. Var hún leyst út með gjafakörfu sem innibar m.a. áskriftarkort í leikhúsið fyrir alla fjölskylduna, geisladisk með tónlistinni úr sýningunni og bókina um Mary Poppins.
Laugardaginn 10. nóvember verður sýnt 100. sýningin á Mary Poppins , en uppselt hefur verið á allar sýningar frá upphafi. Mary Poppins er þriðja sýning Leikfélags Reykjavíkur sem fær yfir 50.000 gesti í 117 ára sögu félagsins, en allt stefnir í að sýningin slái nýtt aðsóknarmet Leikfélagsins.