Samtökin Heilsufrelsi halda kynningarfund undir yfirskriftinni „Ný viðhorf “ á Grand Hóteli við Sigtún laugardaginn 2.nóvember n.k. kl. 13:30.
Á fundinum verða samtökin Heilsufrelsi Íslands kynnt ásamt hugmyndafræðinni að baki samtökunum. „Heilsufrelsi eru regnhlífarsamtök fagráða sem standa vörð um grundvallarréttindi varðandi heilsuhagsmuni okkar allra, manna, dýra og náttúru,“ segir í tilkynningu.
Robert Verkerk, stofnandi samtakanna „Alliance for natural Health“ kemur landsins og heldur erindi á fundinum, en hann er einn helsti fyrirlesarinn á sviði heilsufrelsis í heiminum í dag