Filippseyingur kveikir á kerti í kirkjugarði í Manila á allraheilagramessu, degi píslarvotta og helgra manna án messudaga.
Filippseyingur kveikir á kerti í kirkjugarði í Manila á allraheilagramessu, degi píslarvotta og helgra manna án messudaga. Milljónir manna söfnuðust saman í kirkjugörðum á Filippseyjum í gær eins og venja er þar í landi til að minnast látinna á þessum degi. Algengt er að fólk slái þá upp veislu í kirkjugörðunum, hafi með sér áfengi og efni jafnvel til karaoke-söngkeppni. Lögreglan var með mikinn viðbúnað við kirkjugarðana í gær þar sem óttast var að gleðskapurinn færi úr böndunum. Rúm 80% landsmanna eru kaþólskrar trúar.