Kona á þrítugsaldri sætir gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun hennar til stórfellds smygls á fíkniefnum hingað til lands. Konan, sem er hollenskur ríkisborgari, kom hingað frá Brussel um miðjan síðasta mánuð.

Kona á þrítugsaldri sætir gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun hennar til stórfellds smygls á fíkniefnum hingað til lands. Konan, sem er hollenskur ríkisborgari, kom hingað frá Brussel um miðjan síðasta mánuð.

Tollverðir stöðvuðu för hennar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hún væri með fíkniefni í farteskinu. Svo reyndist vera því konan var með 14.200 e-töflur í farangrinum.

Málið er í rannsókn og er lögreglan á Suðurnesjum meðal annars að afla gagna frá löggæsluyfirvöldum erlendis. Fleiri hafa ekki verið yfirheyrðir vegna þess.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.