Myndarlegur hópur Alls tóku 35 þátt í keppninni sem er með eindæmum gott.
Myndarlegur hópur Alls tóku 35 þátt í keppninni sem er með eindæmum gott.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Keppnin Eftirréttur ársins var haldin síðastliðinn fimmtudag en þetta er fjórða árið í röð sem keppt er. Þrjátíu og fimm voru skráðir til keppni en skilyrði til þátttöku er að hafa lokið sveinsprófi í matreiðslu, konditori eða bakaraiðn.

Keppnin Eftirréttur ársins var haldin síðastliðinn fimmtudag en þetta er fjórða árið í röð sem keppt er. Þrjátíu og fimm voru skráðir til keppni en skilyrði til þátttöku er að hafa lokið sveinsprófi í matreiðslu, konditori eða bakaraiðn. Þeir sem eru á nemasamningi í þeim greinum eru einnig gjaldgengir.

Keppnin hófst klukkan tíu um morguninn og voru vinnubrögðin afar fagmannleg og metnaðurinn mikill, að sögn dómara. Dómarar að þessu sinni voru þau Vigdís Ylfa Hreinsdóttir, Fannar Vernharðsson, sem jafnframt er formaður dómnefndar, og Hrefna Sætran.

Ástríða og súkkulaði

Þema keppninnar var „Pure Intensity“ og var hún styrkt af súkkulaðiframleiðandanum Cacao Barry sem jafnframt veitti fyrstu verðlaun.

Lesa mátti gríðarlega einbeitingu úr svip keppenda meðan þeir voru að störfum, enda þykir það mikill heiður að koma fram með besta eftirrétt ársins.

Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton, bar sigur úr býtum. Í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu, og Vigdís My Diem Vo, bakaranemi á Sandholt, var í því þriðja.

Rétturinn enn nafnlaus

Eftirrétturinn sem Hermann Þór bjó til var afar listrænn í útliti og þeir sem hann smökkuðu gátu staðfest að hann smakkaðist eins og sannkallað lystaukandi listaverk.

Rétturinn hefur enn ekki fengið formlegt nafn en Hermann kallar hann eftir sem áður Heminem þar til annað kemur í ljós. Rétturinn samanstendur af 70% súkkulaði, sítrusávaxtapúrru, heslihnetum, blóðappelsínu, kakósmjöri og náttúrulegum litum sem Hermann notaði til að teikna með inn í formið áður en tempruðu súkkulaði var hellt út í. Nú er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og vonast til að eftirrétturinn rati á matseðilinn.