Minnisverðir miðar Öfugt við það sem margir halda, fór KSÍ hárrrétt að því að selja miða á næsta leik knattspyrnulandsliðsins. Svo mikill áhugi var á því að sjá leikinn með berum augum en ekki heima í stofu að miklu fleiri vildu miða en gátu fengið.
Minnisverðir miðar
Öfugt við það sem margir halda, fór KSÍ hárrrétt að því að selja miða á næsta leik knattspyrnulandsliðsins. Svo mikill áhugi var á því að sjá leikinn með berum augum en ekki heima í stofu að miklu fleiri vildu miða en gátu fengið. Talið er líklegt að selja hefði mátt að minnsta kosti fimm miða fyrir hvert laust sæti. Það þýðir að hver kaupandi hefði aðeins 20% líkur á miða en 80% líkur á vonbrigðum, sem hann gat engum kennt um. Eftir snilldarráð KSÍ fengu 20% manna miða eftir sem áður, en hinir fengu í sárabætur aðila til að kenna um. Það er það sem mörgum þykir einna dýrmætast: að geta kennt heimsku, klúðri og spillingu annarra um þegar eitthvað gengur ekki upp. Nú geta allir horft á leikinn heima hjá sér, en verið píslarvottar á meðan. Svo fengu þeir í kaupbæti sjónvarpsþátt um málið, sem minnti á að góð fréttamennska snýst um að vera skynsamur, sanngjarn og kurteis. Hún snýst ekki um að vera reiður, brúnaþungur og fullyrðingagjarn.Miðalaus áhorfandi.