Lína Unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu frá Mjólká.
Lína Unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu frá Mjólká. — Ljósmynd/Landsnet
Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1 en hún liggur á milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar.

Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1 en hún liggur á milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar. Tilgangurinn er að bæta rekstraröryggi línunnar en nokkuð hefur verið um truflanir á henni í verstu veðrum.

Vinnan fólst einkum í því að auka einangrun leiðara frá burðarvirki og gera ráðstafanir sem draga eiga úr samslætti leiðara sem nokkuð hefur borið á í óveðrum með tilheyrandi truflunum.

Í frétt frá Landsvirkjun kemur fram að frekari viðhaldsaðgerðir og breytingar eru fyrirhugaðar á Táknafjarðarlínu 1 á næsta ári. Hún er rekin á 66 kílóvolta spennu og er eina raforkutenging Landsnets til sunnanverðra Vestfjarða, frá Mjólkárvirkjun innst í Arnarfirði og að aðveitustöð á Keldeyri við Tálknafjörð.