Leitin að Greenpeace Við Freysteinn Jóhannsson blaðamaður fórum í lítilli flugvél 14. júní 1979 að leita að Greenpeace sem ætlaði að trufla hvalveiðar. Við flugum fram og til baka. Lágskýjað var og við ætluðum aldrei að finna hvalbátana og Rainbow Warrior, skip Greenpeace. Það var bara hafið bláa hafið í fjóra klukkutíma. Flugmaðurinn hafði áhyggjur af bensíninu og sagði að við þyrftum að snúa við áður en vélin yrði bensínlaus. Ég var farin að dotta aftur í flugvélinni en vaknaði við að Freysteinn sagði: „Þarna eru þeir!“ Þar var þá Hvalur 8 með tvo hvali á leið til Hvalfjarðar og hraðbátur Greenpeace að elta hann. Þessar myndir fóru víða.
Emilía Björg Björnsdóttir hóf störf á Morgunblaðinu 1974 í myrkraherbergi á ljósmyndadeild. Að loknu ljósmyndaranámi í Sven Wingquist ljósmyndaskólanum í Gautaborg kom hún til starfa sem ljósmyndari á Morgunblaðinu 1978.
Emilía Björg Björnsdóttir hóf störf á Morgunblaðinu 1974 í myrkraherbergi á ljósmyndadeild. Að loknu ljósmyndaranámi í Sven Wingquist ljósmyndaskólanum í Gautaborg kom hún til starfa sem ljósmyndari á Morgunblaðinu 1978. Fyrstu árin vann Emilía sem almennur frétta- og blaðaljósmyndari en varð síðan verkstjóri á ljósmyndadeildinni.
Emilía Björg Björnsdóttir hóf störf á Morgunblaðinu 1974 í myrkraherbergi á ljósmyndadeild. Að loknu ljósmyndaranámi í Sven Wingquist ljósmyndaskólanum í Gautaborg kom hún til starfa sem ljósmyndari á Morgunblaðinu 1978. Fyrstu árin vann Emilía sem almennur frétta- og blaðaljósmyndari en varð síðan verkstjóri á ljósmyndadeildinni.