Hinrik prins
Hinrik prins
Blaðamenn á News of the World hleruðu símaskilaboð frá Hinrik Bretaprins. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir blaðamönnum og stjórnendum blaðsins í gær.

Blaðamenn á News of the World hleruðu símaskilaboð frá Hinrik Bretaprins. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir blaðamönnum og stjórnendum blaðsins í gær.

Lengi hefur leikið grunur á að brotist hafi verið inn í síma Hinriks prins til að hlusta á skilaboð frá honum, en í gær var staðfest að það hefur verið gert.

Clive Goodman vann á sínum tíma fyrir News of the World . Hann hefur verið fundinn sekur um að hafa hlustað á símaskilaboð hjá leikurum, stjórnmálamönnum og frægu fólki. Í réttarhöldunum kom fram að skilaboð frá prinsinum fundust við leit hjá Goodman, en þar biður Hinrik um aðstoð við að semja ritgerð. Prinsinn var á þessum tíma við nám í herskólanum í Sandhurst.

Átta eru ákærðir í málinu. Fimm af þeim eru fyrrverandi starfsmenn News of the World .