„Þetta er bara æðislegt.
„Þetta er bara æðislegt. Við erum allar mjög góðar vinkonur og ég held að við kunnum betur að meta hver aðra eftir því sem við eldumst,“ segir Alexandra Guðjónsdóttir um samband þeirra fjórburasystranna Brynhildar, Diljár og Elínar en þær fögnuðu 25 ára afmælum sínum saman í gær. Þær fæddust 1. nóvember árið 1988 foreldrunum Margréti Þóru Baldursdóttur og Guðjóni Sveini Valgeirssyni. Það var fyrsta fjórburafæðingin hér á landi þar sem öll börnin lifðu. Stúlkurnar fengu nöfn með fyrstu stöfum stafrófsins og eru í þeirri röð á myndinni.