Háskólinn í Reykjavík og Landsamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um stofnun nýrrar námsbrautar fyrir stjórnendur í sjávarútvegi.

Háskólinn í Reykjavík og Landsamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um stofnun nýrrar námsbrautar fyrir stjórnendur í sjávarútvegi. Námið byggist á þarfagreiningu stjórnenda í greininni, sérfræðinga Háskólans í Reykjavík, þekkingu starfsfólks LÍÚ og er sótt í djúpan þekkingarbrunn HR þegar kemur að stjórnendaþjálfun, að því er segir í tilkynningu.

Náminu er ætlað að styrkja stjórnendur í starfi og efla leiðtogahæfni þeirra.