Hjálmar Sveinsson
Hjálmar Sveinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þessa dagana birtast framboðstilkynningar vegna vals á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða í lok maí. Í Reykjavík styttist í val á lista Samfylkingarinnar og frambjóðendur koma fram og lýsa kostum sínum og áherslum.

Þessa dagana birtast framboðstilkynningar vegna vals á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða í lok maí.

Í Reykjavík styttist í val á lista Samfylkingarinnar og frambjóðendur koma fram og lýsa kostum sínum og áherslum.

Fróðlegt er að lesa þessar lýsingar, ekki síst þá áherslu sem frambjóðendur leggja á nýtt aðalskipulag Reykjavíkur og telja sér til tekna að hafa unnið að gerð þess.

Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi stefnir hátt og rökstyður framboð sitt sérstaklega með því að hann hafi lagt áherslu á skipulagsmál og tekið þátt í að móta nýja aðalskipulagið sem hann dásamar mjög.

Annar frambjóðandi, Kristín Soffía Jónsdóttir, stefnir næstum jafnhátt og segist hafa tekið virkan þátt í gerð nýs aðalskipulags.

Þegar haft er í huga hvílíkt klúður nýja aðalskipulagið er má segja að þessir frambjóðendur sýni nokkurt hugrekki með því að tengja sig svo rækilega við það.

En þetta bendir líka til þess að Samfylkingin hyggist gera sitt ýtrasta til að sökkva með misheppnuðu skipulaginu í kosningunum.

Nema flokkurinn treysti á að minnihlutinn í borgarstjórn hafi ekki burði til að nýta sér veikleika skipulagsins.