— Morgunblaðið/Þórður
Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík í upphafi vorannar var haldinn í gær, en á þeim degi er starfsemi skólans kynnt. Eru ýmsir viðburðir skipulagðir vegna þessa, og sækja nemarnir til dæmis margvíslegar kynningar um starfsemi skólans.
Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík í upphafi vorannar var haldinn í gær, en á þeim degi er starfsemi skólans kynnt. Eru ýmsir viðburðir skipulagðir vegna þessa, og sækja nemarnir til dæmis margvíslegar kynningar um starfsemi skólans. Á einni slíkri ræddi Andri Tómas Gunnarsson, náms- og starfsráðgjafi við nýnemana um lykilatriði til árangurs í háskólanámi, og leitaði meðal annars í smiðju Alberts Einstein til þess að hvetja nýnemana áfram. Ekki er að sjá annað en að Einstein gamli hafi fallið nemendunum vel í geð, og hugsanlega eiga einhverjir þeirra eftir að feta í fótspor hans.