Myndasögusýning á verkum Sirrýjar og Smára verður opnuð á morgun kl. 16 í myndasögudeild Borgarbókasafns við Tryggvagötu. Sirrý Margrét Lárusdóttir og Smári Pálmarsson eru teiknarar, rithöfundar og hönnuðir og hafa m.a.
Myndasögusýning á verkum Sirrýjar og Smára verður opnuð á morgun kl. 16 í myndasögudeild Borgarbókasafns við Tryggvagötu. Sirrý Margrét Lárusdóttir og Smári Pálmarsson eru teiknarar, rithöfundar og hönnuðir og hafa m.a. myndskreytt barnabókina Askur og prinsessan og myndasöguna Vampíra. Þau halda einnig úti vefmyndasögunni Mía og Mjálmar á miaogmjalmar.is, hafa birt myndasögur á Facebook-síðu sinni og á vef þeirra, sirryandsmari.com, má nú finna nýjan tölvuleik, Lori & Jitters.