Nýgerðir kjarasamningar og styrking krónunnar síðustu vikur auka líkur á að verðbólga á fyrstu mánuðum þessa árs minnki hratt á ný, eftir að hafa aukist tímabundið í desember, að mati Seðlabanka Íslands.

Nýgerðir kjarasamningar og styrking krónunnar síðustu vikur auka líkur á að verðbólga á fyrstu mánuðum þessa árs minnki hratt á ný, eftir að hafa aukist tímabundið í desember, að mati Seðlabanka Íslands.

Á móti gætu aðgerðir til að lækka skuldir heimila aukið verðbólguna, en þau áhrif koma fram fyrir lengra tímabil og munu vart hafa nein teljandi áhrif á verðbólgu næstu mánaða, að því er fram kemur í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar, en greining Íslandsbanka segir frá í Morgunkorni sínu.