Framboð á fersku grænmeti jókst hér á landi úr 47,2 kílóum á íbúa árið 2011 í 50,9 kíló á íbúa árið 2012. Þá jókst framboð á ferskum ávöxtum einnig á milli ára úr 61 kg á íbúa í 64,4 kg.

Framboð á fersku grænmeti jókst hér á landi úr 47,2 kílóum á íbúa árið 2011 í 50,9 kíló á íbúa árið 2012. Þá jókst framboð á ferskum ávöxtum einnig á milli ára úr 61 kg á íbúa í 64,4 kg.

Landlæknisembættið birtir reglulega upplýsingar um fæðuframboð á Íslandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir á vef landlæknis að þessar upplýsingar veiti ekki beinar upplýsingar um neyslu en gefi vísbendingar um þróun á mataræði þjóðarinnar.

Hólmfríður bendir á, að framboð á bæði grænmetis- og ávaxtavörum hafi aukist og nú sé heildargrænmetisframboðið orðið heldur meira en það hafi verið árið 2007 þegar það var mest. Framboð á ávöxtum sé ennþá minna en það var þá.

Á vef landlæknis kemur jafnframt fram á sykur- og feitmetisneysla hafi aukist milli áranna og sykurneysla á Íslandi sé mikil borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir.