Lögreglan í umferðareftirliti.
Lögreglan í umferðareftirliti.
Ökumönnum sem lent hafa í umferðaróhöppum eða slysum og grunaðir eru um ölvunarakstur hefur fækkað frá árinu 2008. Sama þróun hefur orðið hjá ökumönnum sem grunaðir eru um fíkniefnaakstur, óhöppum þeirra og slysum hefur fækkað frá 2011.

Ökumönnum sem lent hafa í umferðaróhöppum eða slysum og grunaðir eru um ölvunarakstur hefur fækkað frá árinu 2008. Sama þróun hefur orðið hjá ökumönnum sem grunaðir eru um fíkniefnaakstur, óhöppum þeirra og slysum hefur fækkað frá 2011.

Kemur þetta fram í upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar er gert upp sérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri í desembermánuði. Lögreglan stöðvaði 5815 ökumenn í eftirlitinu. Alls voru 142 ökumenn handteknir, grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Eru þetta fleiri ökumenn en handteknir voru í desember 2012, þegar 114 voru teknir. Þá voru raunar mun færri stöðvaðir í þessu eftirliti.

Lögreglan vekur athygli á því að fjöldi brota ráðist nokkuð af umfangi eftirlits lögreglu á hverjum tíma. Því sé hæpið að meta alvarleika vandans eingöngu á þeim grunni. Tíðni óhappa þar sem áfengi og fíkniefni koma við sögu sé betri mælikvarði.