Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 8. febrúar nk.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 8. febrúar nk.

Margrét er með mastersgráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í íslenskum fræðum og hefur langa reynslu af kennslu og stjórnun. Hún hefur m.a. verið formaður Samtaka móðurmálskennara, formaður Skólameistarafélags Íslands og fulltrúi þeirra í alþjóðlegum samtökum. Margrét hefur verið búsett í Kópavogi á þriðja áratug. Hún er gift Eyvindi Albertssyni endurskoðanda og eiga þau einn son, Bjarna Þór, sem er læknir.