Múlakvísl Ekki hefur aukist mikið í Múlakvísl en rafleiðni bendir til að hlaupvatn leki undan Kötlu. Unnið er að smíði nýrrar brúar.
Múlakvísl Ekki hefur aukist mikið í Múlakvísl en rafleiðni bendir til að hlaupvatn leki undan Kötlu. Unnið er að smíði nýrrar brúar. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Efnainnihald vatnsins í Múlakvísl á Mýrdalssandi bendir til að hlaupvatn sé að leka undan einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls í Mýrdalsjökli.

Efnainnihald vatnsins í Múlakvísl á Mýrdalssandi bendir til að hlaupvatn sé að leka undan einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls í Mýrdalsjökli. Veðurstofa Íslands fylgist sérstaklega með vatnshæð og rafleiðni í ánni og telur ekki hættu á tjóni, enn sem komið er.

Mælir Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú sýnir stöðuga aukningu á rafleiðni í ánni frá því á gamlársdag.

Svipaðir lekar hafa komið áður í Múlakvísl, til dæmis í smáhlaupi í október sl.

Brúna yfir Múlakvísl tók af í miklu jökulhlaupi í byrjun júlí 2011. Þetta var á aðal-ferðamannatímanum og fljótlega var tengingu komið á um bráðabirgðabrú.

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar vinna nú að smíði nýrrar brúar. Stöplarnir voru steyptir í haust og vetur. Einnig verða gerðir miklir varnargarðar austan ár til að halda henni í farvegi sínum. Nýja brúin er hærri en sú gamla og á að þola mun stærri jökulhlaup. helgi@mbl.is