Umsvif Nýherji er með 500 starfsmenn í þremur löndum.
Umsvif Nýherji er með 500 starfsmenn í þremur löndum.
Nýherji, sem skráður er í Kauphöll, upplýsti í afkomutilkynningu fyrir þriðja ársfjórðung að unnið væri að stefnumótun og endurskilgreiningu á megináherslum fyrirtækisins til lengri tíma.

Nýherji, sem skráður er í Kauphöll, upplýsti í afkomutilkynningu fyrir þriðja ársfjórðung að unnið væri að stefnumótun og endurskilgreiningu á megináherslum fyrirtækisins til lengri tíma. Markmiðið væri að efla þjónustu, bæta afkomu og styrkja eiginfjárstöðu félagsins.

Það er að mati Útherja þarft verkefni enda hefur afkoman verið óviðunandi. Eiginfjárhlutfallið var einungis 18% við lok þriðja fjórðungs, og því hefur félagið hvorki borð fyrir báru til að takast á við mótlæti í rekstri eða burði til að ráðast í fjárfestingar og frekari uppbyggingu.

Athyglisvert verður að fylgjast með framvindunni. Fyrsti vísir að breyttri stefnu birtist í vikunni þegar Nýherji tilkynnti um sölu á 30 manna dönsku fyrirtæki sem heitir Dansupport. Stjórnendur fyrirtækisins hafa upplýst í Morgunblaðinu að lítil samlegð hafi verið á milli félagsins og starfsemi Nýherja á Íslandi.

En það er einmitt mikilvægt, ætli fyrirtækið að ná góðum árangri – einkum erlendis – að einingar fyrirtækisins í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi geti, vegna samstarfs þeirra á milli, veitt betri lausnir og þjónustu en þær gætu hver í sínu lagi.