Hannes Frímann Hrólfsson
Hannes Frímann Hrólfsson
Hluthafafundir í Auði Capital og Virðingu veittu í gær samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing.

Hluthafafundir í Auði Capital og Virðingu veittu í gær samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing. Markmiðið með samrunanum er bætt og aukin þjónusta við viðskiptavini og meiri hagkvæmni í rekstri, segir í tilkynningu.

Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, var kjörin stjórnarformaður Virðingar. Hannes Frímann Hrólfsson, núverandi forstjóri Auðar Capital, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Friðjón Rúnar Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri Virðingar, verður framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar.

Virðing er í dreifðri eigu lífeyrissjóða, fagfjárfesta og einstaklinga þar sem enginn einn hluthafi fer með meira en 10% eignarhlut.