Undirskrift Forstjórarnir tveir skrifa undir samninginn.
Undirskrift Forstjórarnir tveir skrifa undir samninginn.
Tryggingafélagið VÍS hefur, að undangengu útboði, samið við Reiknistofu bankanna (RB) um að annast alrekstur á öllum miðlægum tölvukerfum félagsins til næstu fimm ára.

Tryggingafélagið VÍS hefur, að undangengu útboði, samið við Reiknistofu bankanna (RB) um að annast alrekstur á öllum miðlægum tölvukerfum félagsins til næstu fimm ára.

Í tilkynningu segir að með samningnum tryggi Reiknistofan VÍS aðgang að öflugu tvöföldu tækniumhverfi. Nær samningurinn meðal annars til rekstrar sýndarnetþjóna, gagnaafritunar, netlags, eldveggja og öryggismála. Þá felur samningurinn í sér þá nýjung að VÍS fær sjálfsafgreiðslu að tölvuskýsumhverfi Reiknistofunnar. Það einfaldar daglegan rekstur og ferla í hugbúnaðarþróun, að því er segir í tilkynningunni.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, segir að samningurinn tryggi félaginu aukið rekstraröryggi og sveigjanleika í rekstri.