Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur var með allra stysta móti á þriðjudaginn. Fundur var settur klukkan 14:00 og slitið 14:10. Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerðina, segir þetta alls ekki vera stuttfundamet hjá borgarstjórn.

Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur var með allra stysta móti á þriðjudaginn. Fundur var settur klukkan 14:00 og slitið 14:10.

Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerðina, segir þetta alls ekki vera stuttfundamet hjá borgarstjórn. Þannig hafi fundir farið niður í fimm og jafnvel tvær mínútur.

Fundurinn var reglulegur fundur, en þeir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Á dagskrá fundarins voru einungis „pro forma“ mál, samþykktir fundargerða ýmissa ráða og borgarráðs.

gunnardofri@mbl.is