Þrenna Alvaro Negredo er hér að skora annað mark sitt en Spánverjinn frábæri skoraði þrennu í leiknum.
Þrenna Alvaro Negredo er hér að skora annað mark sitt en Spánverjinn frábæri skoraði þrennu í leiknum. — AFP
Stuðningsmenn Manchester City geta farið að kaupa miða á úrslitaleikinn í ensku deildabikarkeppninni á Wembley í febrúar því City-liðið er komið í úrslitaleikinn nema eitthvað alvarlegt komi fyrir stóran hluta liðsins.

Stuðningsmenn Manchester City geta farið að kaupa miða á úrslitaleikinn í ensku deildabikarkeppninni á Wembley í febrúar því City-liðið er komið í úrslitaleikinn nema eitthvað alvarlegt komi fyrir stóran hluta liðsins. City sló upp enn einni sýningunni á Ethiad vellinum í Manchester í gær þegar liðið tók West Ham í kennslustund. Lokatölur urðu, 6:0, í leik kattarins að músinni. Alvaro Negredo skoraði þrennu, Edin Dzeko setti tvö og Yaya Toure eitt.

„Þetta var stórkostleg frammistaða. Það skipti ekki máli hvort við vorum einu marki, tveimur eða þremur mörkum yfir. Við héldum áfram að spila eins og vorum alltaf að reyna að skora fleiri mörk,“ sagði Manuel Pellegrini, stjóri City, eftir leikinn. Þetta var annar skellur West Ham í röð og hver veit nema Sam Allardyce hafi verið að stýra Lundúnaliðinu í sínum síðasta leik í gær. gummih@mbl.is