Guðrún Harðardóttir
Guðrún Harðardóttir
Guðrún Harðardóttir, sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands, heldur fyrirlestur í dag kl. 16.30 í Árnagarði, stofu 423. um myndheim íslenskra klausturinnsigla. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hvað segja innsiglin?

Guðrún Harðardóttir, sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands, heldur fyrirlestur í dag kl. 16.30 í Árnagarði, stofu 423. um myndheim íslenskra klausturinnsigla. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hvað segja innsiglin? Myndheimur íslenskra klausturinnsigla“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Miðaldastofu um klausturmenningu á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum.

Um fyrirlesturinn segir m.a. á vef Miðaldastofu. „Innsigli voru mikilvægur þáttur í menningu miðalda og sem slík heimild um sjónmenningu þessa tíma. Ætla má að myndefni innsigla sé að stórum hluta táknrænt og í því felist einhver tjáning á sjálfsmynd eigenda þeirra. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að íslenskum klausturinnsiglum. Skoðað verður hvort áberandi munur sé milli innsigla klausturreglnanna tveggja sem störfuðu á Íslandi, benediktína og ágústína. Einnig hvort myndirnar birta almennar hefðir viðkomandi klausturreglu eða hvort um einhver „séríslensk“ afbrigði sé að ræða.“