Lukas Krpalek
Lukas Krpalek
Einn sterkasti júdómaður heims, Lukas Krpalek frá Tékklandi, núverandi Evrópumeistari, hefur staðfest þátttöku á Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. þessa mánaðar.

Einn sterkasti júdómaður heims, Lukas Krpalek frá Tékklandi, núverandi Evrópumeistari, hefur staðfest þátttöku á Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. þessa mánaðar. Krpalek er efstur á heimslistanum en auk þess að vinna Evrópumótið í fyrra vann hann tvö afar sterk mót sem fram fóru í París og í Tókýó.

Að því er fram kemur á vef Júdósambands Íslands er von á fjórum heimsklassajúdómönnum til viðbótar og koma þeir frá Rússlandi og líkast til Þýskalandi og þá munu keppendur frá Norðurlöndum taka þátt í mótinu sem og fremstu júdómenn landsins.

Þrír af þeim, Þormóður Jónsson, Hermann Unnarsson og Þór Davíðsson héldu til Austurríkis í gær en þar verða þeir í æfingabúðum í Mittersill. Þetta eru svokallaðar OTC-æfingabúðir (olympic training camp) sem haldnar eru nokkrum sinnum á ári og þar koma saman saman allir bestu júdómenn Evrópu hverju sinni. gummih@mbl.is