Konur reykja síður en karlar.
Konur reykja síður en karlar.
Þrátt fyrir að færri reyki nú í sumum heimshlutum en áður er reykingamönnum í heiminum að fjölga. Árið 2012 reyktu um 967 milljónir manna á hverjum degi borið saman við 721 milljón manna árið 1980. Þetta sýna gögn frá 187 þjóðum heims.

Þrátt fyrir að færri reyki nú í sumum heimshlutum en áður er reykingamönnum í heiminum að fjölga. Árið 2012 reyktu um 967 milljónir manna á hverjum degi borið saman við 721 milljón manna árið 1980. Þetta sýna gögn frá 187 þjóðum heims.

Ástæðan er einfaldlega fjölgun mannkynsins en hlutfall reykingafólks í heiminum hefur hins vegar lækkað.

Algengara er að karlar reyki en konur. Um þrír af hverjum tíu körlum og ein af hverjum tuttugu konum í heiminum reykja daglega. Árið 1980 var hlutfallið fjórir af hverjum tíu karlmönnum og ein af hverjum tíu konum.