Kleifaberg RE Skipið er nú í slipp í Reykjavík. Þar gengst það undir reglulegt viðhald. Togarinn var smíðaður 1974 og verður því 40 ára á þessu ári.
Kleifaberg RE Skipið er nú í slipp í Reykjavík. Þar gengst það undir reglulegt viðhald. Togarinn var smíðaður 1974 og verður því 40 ára á þessu ári. — Morgunblaðið/Þórður
Brimnes RE varð aflahæst frystitogara í fyrra og veiddi 11.887 tonn í 21 veiðiferð. Þar af voru makríll og síld 4.541 tonn. Kleifaberg RE varð í 2. sæti með 11.246 tonn upp úr sjó. Brim hf. gerir bæði skipin út. Vefurinn aflafrettir.

Brimnes RE varð aflahæst frystitogara í fyrra og veiddi 11.887 tonn í 21 veiðiferð. Þar af voru makríll og síld 4.541 tonn. Kleifaberg RE varð í 2. sæti með 11.246 tonn upp úr sjó. Brim hf. gerir bæði skipin út.

Vefurinn aflafrettir.is leiðrétti fyrri frétt sína um að Kleifaberg RE hefði verið aflahæst. Skýringin á fyrri fréttinni er sú að Brimnes RE stundaði makrílveiðar við Grænland og landaði 1.307 tonnum. Önnur af tveimur veiðiferðum þangað var ekki skráð í kerfið sem upplýsingarnar voru sóttar í.

Á vefnum aflafrettir.is kemur fram að afli Brimness RE hafi verið 1.100 tonnum meiri árið 2013 en árið á undan. Aflinn hjá Kleifabergi RE jókst hins vegar um 1.500 tonn á milli áranna 2012 og 2103.

Kleifaberg RE er flakafrystitogari með 26 manna áhöfn. Brimnes RE haussker aflann og heilfrystir. Þar um borð er 20 manna áhöfn.

Kleifaberg RE er nú í slipp í Reykjavík þar sem skipið gengst undir reglulegt viðhald. Stefnt er að því að togarinn hefji veiðar á ný undir lok vikunnar. gudni@mbl.is