— Morgunblaðið/Kristinn
Listamaðurinn Brandur Karlsson fékk í gær afhentan úr hendi Friðriks Pálssonar styrk úr Listasjóði Ólafar sem nam 500.000 krónum. Fór afhendingin fram á Kjarvalsstöðum.

Listamaðurinn Brandur Karlsson fékk í gær afhentan úr hendi Friðriks Pálssonar styrk úr Listasjóði Ólafar sem nam 500.000 krónum. Fór afhendingin fram á Kjarvalsstöðum. Á upphæðin að gera Brandi kleift að útbúa aðstöðu svo hann geti stundað listsköpun sína með sem bestum hætti.

Listasjóðurinn var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómstjóra og málara, og veitir styrki til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þeirra sem leggja þeim einstaklingum lið. sgs@mbl.is