— EPA
Her- og lögreglumenn rannsaka það sem talið er vera hluti af braki bandarískrar herþyrlu sem hrapaði við strendur Norfolk á austurhluta Englands seint á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að fjögurra manna áhöfn hennar fórst.

Her- og lögreglumenn rannsaka það sem talið er vera hluti af braki bandarískrar herþyrlu sem hrapaði við strendur Norfolk á austurhluta Englands seint á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að fjögurra manna áhöfn hennar fórst.

Þyrlan var af gerðinni HH-60G Pave Hawk en hún hrapaði á náttúruverndarsvæði við Cley-next-the-Sea þegar hún var við lágflugsæfingar. Að sögn lögreglu dreifðist brak úr þyrlunni yfir svæði á stærð við knattspyrnuvöll.

Íbúar og sveitarstjórnarmenn á svæðinu höfðu varað við slysahættu vegna þess að herþyrlur höfðu oft sést fljúga í allt niður í þriggja metra hæð á svæðinu þótt þar væru uppeldisstöðvar fugla.