Allar líkur eru á að skipt verði um helsta fjármálaráðgjafa Glitnis á næstu vikum og ráðinn verði nýr í stað breska ráðgjafarfyrirtækisins Talbot Hughes & McKillop (THM), sem hefur verið helsti fjármálaráðgjafi Glitnis og stærstu kröfuhafa bankans...

Allar líkur eru á að skipt verði um helsta fjármálaráðgjafa Glitnis á næstu vikum og ráðinn verði nýr í stað breska ráðgjafarfyrirtækisins Talbot Hughes & McKillop (THM), sem hefur verið helsti fjármálaráðgjafi Glitnis og stærstu kröfuhafa bankans síðustu árin. Ástæðan er óánægja margra kröfuhafa með þann drátt sem hefur orðið á nauðasamningsferlinu. Skv. áreiðanlegum heimildum stendur til að fá í staðinn innlent fjármálafyrirtæki og þykir líklegast að Straumur fjárfestingabanki verði ráðinn.

Eigendur THM, sem hafa verið ráðgjafar Kaupþings og Glitnis og komið að öllum stærstu fjárhagslegu endurskipulagningum íslenskra fyrirtækja frá bankahruni, fengu að meðaltali greiddar um 190 milljónir króna í formi þóknana og arðs á fjárhagsárinu sem lauk 31. mars 2013. Skv. ársreikningum er uppsafnaður hagnaður frá árslokum 2008 tæpir 10 milljarðar. hordur@mbl.is Viðskipti