[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
O le Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Cardiff City gekk í gær frá sínum fyrstu kaupum frá því hann tók við stjórn liðsins um síðustu helgi.
O le Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Cardiff City gekk í gær frá sínum fyrstu kaupum frá því hann tók við stjórn liðsins um síðustu helgi. Norski miðjumaðurinn

Magnus Wolff Eikrem samdi við velska liðið en hann kemur til liðsins frá hollenska liðinu Heerenveen, sem Alfreð Finnbogason leikur með. Eikrem þekkir til til Solskjær en hann lék undir hans stjórn hjá Molde og og varaliði Manchester United.

Landslið Króata í handknattleik hefur orðið fyrir miklu áfalli því nú er orðið ljóst að stórskyttan Blazenko Lackovic mun ekki leika með Króötum á Evrópumótinu í Danmörku sem hefst um næstu helgi. Lackovic varð fyrir meiðslum í æfingaleik gegn Túnis og hann mun ekki ná sér af þeim í tæka tíð fyrir Evrópumótið.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur borið víurnar í Alvaro Morata leikmann Real Madrid en Wenger segist þurfa að styrkja leikmannahóp nú þegar það er ljóst að Theo Walcott spilar ekkert meira með liðinu á tímabilinu. Wenger vill fá Morata að láni út leiktíðina en hann er U21 árs landsliðsmaður Spánverja sem hefur ekki átt fast sæti í Real Madrid. Þá herma fregnir að Arsenal hafi einnig augastað á spænska miðjumanninum Pedro sem er á mála hjá Spánarmeisturum Barcelona. Wenger hyggst kaupa öflugan framherja í sumar og meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Mario Mandzukic leikmaður Bayern München, Edin Dzeko úr Manchester City og Jackson Martinez sem leikur með Porto.

Ísland og Austurríki mætast í vináttulandsleik karla í knattspyrnu ytra 30. maí. Þjóðirnar hafa tvívegis mæst á knattspyrnuvellinum en það var í undankeppni HM 1990 og fóru báðir leikirnir fram 1989. Liðin skildu jöfn, markalaus, á Laugardalsvellinum en Austurríki vann, 2:1, á sínum heimavelli. KSÍ er nú búið að skipuleggja þrjá vináttuleiki á árinu, alla á útivelli. Liðið mætir Svíum í Abu Dhabi 21. janúar og á mánudaginn var greint frá því að Ísland mætir Wales í Cardiff 5. mars.

C arlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, gaf það skýrt til kynna í gær að engar breytingar yrðu á leikmannahópi liðsins nú í janúarglugganum. Liðið ætlar ekki að fá neina nýja leikmenn og enginn fer en félög í ensku úrvalsdeildinni hafa verið að spyrjast fyrir um nokkra af lærisveinum Ancelotti. Real Madrid er í þriðja sæti spænsku deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir Barcelona og Atlético Madrid.

FH-ingar hafa gert samning við bandaríska knattspyrnumanninn Sean Reynolds en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum vildi FH semja við leikmanninn eftir að hafa skoðað hann og séð hann í æfingaleik með liðinu. Reynolds er 23 ára gamall miðvörður og lék síðast með bandaríska liðinu Tampa Bay FC. Reynolds er væntanlegur til Íslands á næstu dögum.