— Morgunblaðið/Kristinn
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn frumflytur sögu Barónsins á Hvítárvöllum á Sögulofti Landnámsseturs annað kvöld kl. 20. Þórarinn skrifaði skáldsögu um baróninn sem kom út fyrir 10 árum, árið 2004.
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn frumflytur sögu Barónsins á Hvítárvöllum á Sögulofti Landnámsseturs annað kvöld kl. 20. Þórarinn skrifaði skáldsögu um baróninn sem kom út fyrir 10 árum, árið 2004. Baróninn, Charles Gouldrée-Boilleau réttu nafni, kom til Íslands árið 1898 með það í huga að setjast hér að, sá mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og lét sig dreyma um stórbrotnar framkvæmdir. Veru hans hér á landi lýstu samtímamenn sem ævintýri, eins og segir í tilkynningu frá Landnámssetri. Ævintýrið megi þó líka kalla harmleik þar sem baróninn hlaut sorgleg endalok. Þórarinn flytur þessa merkilegu sögu sem „talandi höfundur“, eins og því er lýst í tilkynningunni.