Sund Verð á stakri sundferð fullorðinna hækkaði um 50 kr. um áramót.
Sund Verð á stakri sundferð fullorðinna hækkaði um 50 kr. um áramót. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Verð á stakri sundferð fyrir fullorðna í Reykjavík hækkaði um 50 krónur um áramót og er nú 600 krónur í stað 550 króna áður. Nemur hækkunin því um 9%. „Við hækkuðum bara aðgöngugjald fullorðinna fyrir staka sundferð.

Verð á stakri sundferð fyrir fullorðna í Reykjavík hækkaði um 50 krónur um áramót og er nú 600 krónur í stað 550 króna áður. Nemur hækkunin því um 9%. „Við hækkuðum bara aðgöngugjald fullorðinna fyrir staka sundferð. Til stóð að hækka alla gjaldskrána en Reykjavíkurborg hvarf frá því. Við hækkunina á stakri ferð fullorðinna var horft til þess að gríðarlegur fjöldi sundlaugagesta eru erlendir ferðamenn og þetta er niðurgreidd þjónusta. Þá erum við að koma til móts við það að fastagestir eða borgarbúar geti keypt sér tíu miða kort eða árskort. Það er ástæða þess að þetta var eina gjaldið sem var hækkað,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.

vidar@mbl.is