— Morgunblaðið/Þórður
Tökulið á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC kom hingað til lands í gærmorgun og stóð fyrir beinni sjónvarpsútsendingu frá Laugardalslaug.
Tökulið á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC kom hingað til lands í gærmorgun og stóð fyrir beinni sjónvarpsútsendingu frá Laugardalslaug. Miklar frosthörkur herja nú á Bandaríkin og að sögn Heimis Jónassonar, stofnanda og framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Icelandic Cowboys, kom sú hugmynd upp í fyrrakvöld að senda hingað fréttamann og tökulið frá Bandaríkjunum til þess að sýna áhorfendum morgunþáttarins Today Show hvernig veðrið væri á Íslandi. Michelle Kosinski, fréttakona NBC, tók m.a. nokkur viðtöl við sundlaugargesti Laugardalslaugar.