Þorvarður Ellert Björnsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 18. desember 2013.

Útför Þorvarðar fer fram frá Grafarvogskirkju 6. janúar 2013.

Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Þrótti

Þorvarður E. Björnsson félagi okkar er látinn, eftir erfið veikindi, á sjötugasta og fyrsta aldursári. Hann gekk kornungur í Þrótt og lék knattspyrnu upp alla flokka, þ.m.t. yfir 100 leiki með meistaraflokki. Síðar starfaði hann að þjálfun yngri flokka félagsins og einnig dómgæslu, m.a. sem alþjóðadómari, en þar var hann afar farsæll og naut mikillar virðingar. Hann var sæmdur gullmerki Þróttar og Knattspyrnusambands Íslands fyrir störf sín.

Þróttarar þakka Þorvarði langt og heilladrjúgt starf fyrir félagið og íslenska knattspyrnu og senda fjölskyldu hans og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.

F.h. stjórnar Knattspyrnufélagsins Þróttar,

Sigurlaugur Ingólfsson.