Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur flytur erindið ,,Er öll sorg leyfileg?“ á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar í safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudagskvöldið 9. janúar kl. 20.

Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur flytur erindið ,,Er öll sorg leyfileg?“ á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar í safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudagskvöldið 9. janúar kl. 20. „Leitað verður svara við spurningunni út frá tilfinningum syrgjandans og þeirra sem standa í kring, en stundum getur sorgarúrvinnsla verið erfið vegna flókinna fjölskyldutengsla, eða erfiðleika í samskiptum fólks,“ segir í tilkynningu.

Valgerður hefur langa reynslu af að vinna með einstaklingum og fjölskyldum sem orðið hafa fyrir áföllum. Allir eru velkomnir.

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð er félag syrgjenda og fagfólks sem hefur það að markmiði að fræða um sorg og missi en einnig að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Samtökin voru stofnuð í Reykjavík 1987.