Þorpsbúar Ljósmynd eftir Malassis úr verkinu „Petites Pauses“.
Þorpsbúar Ljósmynd eftir Malassis úr verkinu „Petites Pauses“.
Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 17, annars vegar sýning franska ljósmyndarans Vincents Malassis í Kubbinum og hins vegar sýning spænska ljósmyndarans Elo Vázquez í Skotinu.

Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 17, annars vegar sýning franska ljósmyndarans Vincents Malassis í Kubbinum og hins vegar sýning spænska ljósmyndarans Elo Vázquez í Skotinu.

Malassis sýnir verkið „Petites Pauses“, landslagsmyndir og portrett af íbúum þorps í skóglendi Bretaníuhéraðs í Frakklandi. „Hringsól hversdagsleikans og aðstæður persónanna ganga þvert á stellingarnar sem ljósmyndarinn hefur sett þær í. Myndirnar eru á mörkum heimildarljósmyndunar og uppstilltra ljósmynda, í anda vestrænnar málaralistar,“ segir um verk Malassis í tilkynningu.

Malassis býr og starfar sem ljósmyndari í Frakklandi og er einnig tónlistarmaður, semur m.a. tónlist fyrir leikhús.

Vázquez opnar sýninguna „Behind“. „Öll skiljum við hluti eftir, og öll erum við skilin eftir. Handan við hið augljósa er hulinn heimur. Þessar ljósmyndir kveikja ljós og stökkva á bak við hluti í bæði tíma og rúmi. Elo Vázquez sýnir okkur það sem augu hennar hafa lært að sjá: það sem liggur undir, það sem hvílir fyrir aftan,“ segir um þá sýningu í tilkynningu.

Vázques býr og starfar á Spáni og á Íslandi og hafa ljósmyndir hennar verið birtar í net- og prentmiðlum og sýndar á einka- og samsýningum.