Dominiqua Alma Belányi
Dominiqua Alma Belányi
Á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands var Dominiqua Alma Belányi úr Gróttu veittur Afreksbikar fimleikasambandsins en stjórn FSÍ taldi afrek hennar það besta á árinu, hún endaði í 35.

Á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands var Dominiqua Alma Belányi úr Gróttu veittur Afreksbikar fimleikasambandsins en stjórn FSÍ taldi afrek hennar það besta á árinu, hún endaði í 35. sæti í fjölþraut á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Moskvu og er það einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti.

Afreksmerki Fimleikasambandsins voru veitt nokkrum einstaklingum fyrir afrek þeirra á erlendri grundu. Kvennalandsliðið í áhaldafimleikum gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í liðakeppni á Smáþjóðaleikunum. Í liðinu voru: Dominiqua Alma, Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir.

Viktor Kristmannsson hlaut afreksmerki FSÍ fyrir að vinna Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn í fjölþraut karla oftast allra í sögu sambandsins en tvö ár eru liðin frá því að hann lagði fimleikabolinn á hilluna. gummih@mbl.is