Geir Jónsson, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði sem fram fer 1. febrúar næstkomandi.

Geir Jónsson, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði sem fram fer 1. febrúar næstkomandi.

Í tuttugu ár var Geir í forystu í Stéttarfélagi mjólkurfræðinga og hefur hann síðan starfað lengi innan Kiwanisklúbbsins Hraunborgar.

Síðustu ár hefur hann setið í sóknarnefnd Ástjarnarkirkju og er núna formaður sóknarnefndar.

Geir hefur starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins.

Hann skipaði 4. sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar og situr núna í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.