Höskuldur Björnsson flytur erindi sem nefnist: Ýsustofnar í Norður-Atlantshafi, fimmtudaginn 9. janúar kl. 12,30 í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Allir eru velkomnir.

Höskuldur Björnsson flytur erindi sem nefnist: Ýsustofnar í Norður-Atlantshafi, fimmtudaginn 9. janúar kl. 12,30 í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Allir eru velkomnir.

Ýsuafli við Ísland hefur verið nokkuð breytilegur á undanförnum áratugum eða á bilinu 40-120 þús. tonn. „Það sem veldur þessu er breytileiki í nýliðun, en stærstu 20% af ýsuárgöngum skila helmingi af heildarfjölda fiska, en sambærileg tala hjá þorski er 30%. Stærstu 20% af ýsuárgöngum eru að meðaltali 10 sinnum stærri en minnstu 20 prósentin, en sambærileg tala fyrir þorsk er 2,6,“ segir í kynningu. Af þessu leiðir að mikill samdráttur verður í afla ef margir lélegir ýsuárgangar koma í röð eins og gerst hefur síðan 2008.