Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 0,25% . Var það í samræmi við væntingar greinenda. Verðbólga hefur mælst afar lítil á evrusvæðinu og var tólf mánaða verðbólga aðeins 0,8% í desember.

Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 0,25% . Var það í samræmi við væntingar greinenda.

Verðbólga hefur mælst afar lítil á evrusvæðinu og var tólf mánaða verðbólga aðeins 0,8% í desember. Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, hefur sagt að hann sjái ekki vísbendingar um verðhjöðnunarskeið.