Nálgun Verk eftir Solveig Ovanger.
Nálgun Verk eftir Solveig Ovanger.
Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter, opnar í dag kl. 17 sýninguna Approach , eða Nálgun , í Ráðhúsi Reykjavíkur, samsýningu þriggja norskra listakvenna: Solveigar Ovanger, Ingridar Larssen og Cecilie Haaland.
Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter, opnar í dag kl. 17 sýninguna Approach , eða Nálgun , í Ráðhúsi Reykjavíkur, samsýningu þriggja norskra listakvenna: Solveigar Ovanger, Ingridar Larssen og Cecilie Haaland. Þær vinna með ólík hráefni í verkum sínum, hafa starfað saman í rúm tvö ár og sækja innblástur í mannleg samskipti, menningu og undur náttúrunnar, eins og segir í tilkynningu. Listakonurnar beri allar sterkar tilfinningar til hafsins sem endurspeglist í verkum þeirra. Sýningin hefur áður verið haldin í Pétursborg og Arkangelsk í Rússlandi. Ovanger vinnur með leður og roð í sínum verkum, Larssen að mestu í textíl og leitast við að ná fram viðkvæmum, gegnsæjum og þyngdarlausum áhrifum í verkum sínum og Haaland hefur unnið með leir og postulín frá árinu 1989 en einnig ljósmyndir hin síðustu ár, tekur myndir með kassamyndavél sem búin er til úr leirkrús.