Eins og á undanförnum Evrópumótum má hvert lið tefla fram 16 leikmönnum í hverjum leik. Eftir leikina þrjá í riðlakeppninni hafa liðin heimild til þess að skipta út að hámarki tveimur leikmönnum á meðan milliriðlakeppnin stendur yfir.

Eins og á undanförnum Evrópumótum má hvert lið tefla fram 16 leikmönnum í hverjum leik. Eftir leikina þrjá í riðlakeppninni hafa liðin heimild til þess að skipta út að hámarki tveimur leikmönnum á meðan milliriðlakeppnin stendur yfir. Þau lið sem komast áfram í undanúrslit fá leyfi til þess að kalla inn einn leikmann til viðbótar. Þrátt fyrir þessar skiptingar má aldrei tefla fleiri en 16 leikmönnum fram í hverjum leik. Fyrir hvern þann leikmann sem kallaður er inn í hópinn í milliriðli eða í undanúrslitum verður annar að hverfa úr 16 manna hópnum.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, sem stýrði íslenska landsliðinu m.a. á EM 2012, nýtti sér fyrrgreindar reglur á síðasta móti. Eftir riðlakeppnina kallaði hann markvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson og stórskyttuna Rúnar Kárason inn í hópinn. Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður og hornamaðurinn Oddur Gretarsson voru þá sendir heim. iben@mbl.is