Ef marka má borgarfulltrúa meirihlutans, Karl Sigurðsson, þá var það yfirsjón sem olli því að borgin hækkaði bílastæðagjöld um áramótin um hátt í 200%.

Ef marka má borgarfulltrúa meirihlutans, Karl Sigurðsson, þá var það yfirsjón sem olli því að borgin hækkaði bílastæðagjöld um áramótin um hátt í 200%.

Formaður Bílastæðasjóðs borgarinnar kannast að vísu ekki við að þetta hafi verið mistök, þvert á móti að þessi þreföldun gjaldskrárinnar hafi verið tímabær. Ekki nóg með það, heldur hafi hún verið ákveðin fyrir fjórum mánuðum, þannig að hún hefði ekki þurft að koma borgarfulltrúum á óvart.

En svo er ekki víst að hún hafi komið þeim mikið á óvart, því að viðbrögð Karls við hækkuninni sem honum „sást yfir“ voru ekki strax þau að hætta þyrfti við hækkunina.

En svo varð þrýstingurinn óþægilega mikill, enda hækkunin út yfir öll eðlileg mörk, og þá féllst borgarstjórnarmeirihlutinn loks á að hætta við að hækka. Í bili að minnsta kosti.

Það var ekki gert með hagsmuni verslana og þjónustufyrirtækja í miðborginni í huga heldur vegna kjarasamninganna.

Auðvitað var sjálfsagt þegar af þeirri ástæðu að draga hækkunina til baka og hefði ekki átt að þurfa langan umhugsunarfrest til að taka þá ákvörðun ef aðeins var um yfirsjón að ræða.

En hvaða ráð ætli borgaryfirvöld finni í staðinn - fyrst þetta misheppnaðist - til að þvælast fyrir verslun og viðskiptum í miðborginni?