Þorsteinn Baldur Friðriksson
Þorsteinn Baldur Friðriksson
Íslenski spurningaleikurinn QuizUp er tilnefndur til hinna árlegu Crunchies-verðlauna en það er tæknivefsíðan Tech Crunch sem stendur fyrir þeim í samstarfi við fréttavefsíðurnar GigaOm og VentureBeat sem fjalla um tækni- og frumkvöðlageirann.

Íslenski spurningaleikurinn QuizUp er tilnefndur til hinna árlegu Crunchies-verðlauna en það er tæknivefsíðan Tech Crunch sem stendur fyrir þeim í samstarfi við fréttavefsíðurnar GigaOm og VentureBeat sem fjalla um tækni- og frumkvöðlageirann. QuizUp er tilnefnt í flokknum „Fastest rising startup“ og keppir þar við fyrirtækin Lulu, Tinder, Upworthy og Whisper. Í fyrra vann Snapchat verðlaunin í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynnnigu frá fyrirtækinu.

Þetta er í 7. sinn sem Crunchies-verðlaunin verða veitt en afhendingin fer fram 10. febrúar. Haldin er sérstök verðlaunahátíð í San Francisco, eins konar óskarsverðlaunahátíð tæknigeirans.

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla sem gefur út QuizUp, segir að það sé „mikill heiður fyrir QuizUp að vera tilnefnt til Crunchies-verðlaunanna þar sem þau eru mjög stór og virt í tækniheiminum“.