Terrence Watson
Terrence Watson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Valsmenn virðast vera langt komnir með að kveðja Dominos-deild karla. Liðið sýnist alveg andlaust um þessar mundir og tapaði sínum sjötta leik í röð þegar Haukar komu í heimsókn í gærkvöld. Lokatölur urðu 85:70 fyrir Hafnfirðinga.

Valsmenn virðast vera langt komnir með að kveðja Dominos-deild karla. Liðið sýnist alveg andlaust um þessar mundir og tapaði sínum sjötta leik í röð þegar Haukar komu í heimsókn í gærkvöld. Lokatölur urðu 85:70 fyrir Hafnfirðinga. Eini sigurleikur þeirra hingað til í vetur var gegn Þór Þorlákshöfn um miðjan nóvember en hinir hafa allir tapast og margir hverjir stórt eins og í gærkvöld.

Það var líka fljótt ljóst í hvað stefndi. Eftir fyrsta leikhluta munaði tuttugu stigum á liðunum þar sem Valsmenn skoruðu einungis fjórar körfur í leikhlutanum sem gaf átta stig. Það varð ekki aftur snúið eftir það og hélt bilið áfram að breikka jafnt og þétt á milli liðanna þar til yfir lauk.

Haukarnir sitja nú í fimmta sætinu eftir sigurinn, en þeirra öflugastur var Terrence Watson með 21 stig auk þess sem hann tók 17 fráköst. Bestur á pappírum hjá heimamönnum í Val var Oddur Pétursson með 15 stig þó hann fagni því eflaust lítið miðað við gengi liðsins. Það verður eitthvað mikið að gerast í herbúðum þeirra ef ekki á illa að fara í lok leiktíðar, jafnvel mjög illa.

Stórleikur Smiths dugði ekki til

ÍR-ingar fara sáttir frá Borgarnesi eftir gærkvöldið, en þeir báru þá sigurorð af Skallagrími, 93:86. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og jafnt var á tölum lengi vel en gestirnir úr Breiðholtinu þó fetinu framar, sama hvað Benjamin Smith reyndi í liði Skallagríms. Smith þessi fór gjörsamlega á kostum og skoraði næstum helming stiga síns liðs eða 40 talsins. Hjá ÍR skiptu þeir Nigel Moore og Sveinbjörn Claessen efsta sætinu í stigaskori bróðurlega á milli sín, en báðir gerðu þeir 25 stig.

ÍR er eftir sigurinn með sex stig í þriðja næsta sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Skallagrím sem hefur fjögur stig. Jafnræðið er mikið við botninn og þó það sé ekki langt í næstu lið virðast Valsmenn ekki líklegir til afreka, því það væri sannarlega afrek ef þeir myndu bjarga sér frá falli.

Miðjupakkinn er einnig þéttur en línur eru þó nokkuð farnar að skýrast um hvaða átta lið munu ná í úrslitakeppnina. Þá er bara að sjá hvernig þau raðast. yrkill@mbl.is

Valur – Haukar 60:92

Vodafonehöllin að Hlíðarenda, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudag 9. janúar 2014.

Gangur leiksins : 2:8, 4:14, 8:21, 8:26 , 11:30, 16:38, 24:40, 30:49 , 30:54, 32:67, 34:70, 40:75 , 45:79, 51:84, 53:90, 60:92 .

Valur: Oddur Birnir Pétursson 15/4 fráköst, Chris Woods 10/11 fráköst, Oddur Ólafsson 10, Birgir Björn Pétursson 7/9 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 4, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Benedikt Blöndal 3, Benedikt Smári Skúlason 2, Þorgrímur Guðni Björnsson 2/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Ragnar Gylfason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 14 í sókn.

Haukar: Terrence Watson 21/17 fráköst/3 varin skot, Sigurður Þór Einarsson 19, Haukur Óskarsson 13, Emil Barja 13/8 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 9, Helgi Björn Einarsson 6/5 fráköst, Kári Jónsson 5, Svavar Páll Pálsson 4/5 varin skot, Þorsteinn Finnbogason 2.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georg Andersen, Jóhannes Páll Friðriksson