Flytjendur Petrea, Lára og Ásdís leika á Andrými í Listasafni Íslands.
Flytjendur Petrea, Lára og Ásdís leika á Andrými í Listasafni Íslands.
Fyrstu tónleikar Andrýmis, nýrrar tónleikaraðar Íslenska flautukórsins, verða haldnir í hádeginu í dag, kl. 12.10, í Listasafni Íslands sem stendur að röðinni í samvinnu við flautukórinn.
Fyrstu tónleikar Andrýmis, nýrrar tónleikaraðar Íslenska flautukórsins, verða haldnir í hádeginu í dag, kl. 12.10, í Listasafni Íslands sem stendur að röðinni í samvinnu við flautukórinn. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við sýningu á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur, Sköpunarverk . Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Ásdís Arnarsdóttir sellóleikari flytja á tónleikunum verk eftir íslensku kventónskáldin Guðrúnu Ingimundardóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur og sex íslensk þjóðlög eftir Þorkel Sigurbjörnsson.