Kúluplötur Verið er að leggja kúluplötur á bílskýli við Hrólfsskálamel 10-18. Búist er við því að húsið verði hæft til búsetu undir lok sumars. Stólpar vinna að fjármögnun til þess að geta hafið framkvæmdir á Hrólfsskálamel 1-7.
Kúluplötur Verið er að leggja kúluplötur á bílskýli við Hrólfsskálamel 10-18. Búist er við því að húsið verði hæft til búsetu undir lok sumars. Stólpar vinna að fjármögnun til þess að geta hafið framkvæmdir á Hrólfsskálamel 1-7. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir Stólpa ehf. eru nú í fullum gangi við nýbygginguna Hrólfsskálamel 10-18 á Seltjarnarnesi. Verið er að steypa bílakjallara hússins og eins og sjá má á myndinni eru svokallaðar kúluplötur notaðar til að halda uppi þaki hans.

Framkvæmdir Stólpa ehf. eru nú í fullum gangi við nýbygginguna Hrólfsskálamel 10-18 á Seltjarnarnesi. Verið er að steypa bílakjallara hússins og eins og sjá má á myndinni eru svokallaðar kúluplötur notaðar til að halda uppi þaki hans. Að sögn Guðna Rafns Eiríkssonar, annars eiganda Stólpa, eru kúluplötur léttari en steyptar og fyrir vikið þarf ekki eins mikið af burðarveggjum undir.

Stólpar hafa einnig tryggt sér leigulóðarréttindi og byggingarréttindi á Hrólfsskálamel 1-7, sem verður þriðja og síðasta fjölbýlishúsið sem reist verður á Hrólfsskálamel. Tilboðið hljóðaði upp á 280 milljónir króna. Að sögn Guðna Rafns er unnið að fjármögnuninni og ekki hægt að setja nákvæma dagsetningu á það hvenær framkvæmdir munu hefjast.

Hann segir að gert sé ráð fyrir því að byggingin á Hrólfsskálamel 10-18 verði fokheld í febrúar. Hins vegar verði hún tilbúin til búsetu í lok sumars. Í fjölbýlishúsinu eru 30 íbúðir og segir Guðni að þegar hafi fimm íbúðir verið seldar. Húsið er þrjár hæðir og stendur uppi á Hrólfsskálamel með útsýni til suðurs og vesturs. Á Hrólfsskálamel 1-7 munu hins vegar rísa 28 íbúðir. vidar@mbl.is